Nordische Klänge mit dem Isländischen Männerchor „Karlakórinn Stefnir“

Wir laden Sie herzlich zum Konzert „Nordische Klänge“ mit dem Isländischen Männerchor Karlakórinn Stefnir aus Mosfellsbæ am 18. Juni 2018 um 19 Uhr im Borromäus Saal Wien (Karl-Borromäus Platz 3, 1030 Wien) ein.

Stiklað á stóru í sögu Stefnis: Karlakórinn Stefnir var stofnaður þann 15. janúar 1940. Fyrsta söngskemmtunin var að Brúarlandi í Mosfellssveit 7. febrúar það sama ár.  Kórinn hefur starfað af nokkrum þrótti flest þessi ár og haft mikla breidd í verkefnavali, allt frá léttum slögurum upp í sígilda tónlist eftir Mozart, Wagner, Beethoven og Liszt. Stefnir hefur gefið út tvo hljómdiska, ,,Með söngvaseið á vörum“ árið 1996 og ,,Stefnumót“ árið 2002. Kórinn hefur ferðast nokkuð, bæði innanlands og utan. Stefnir hefur farið í nokkrar utanlandsferðir, til Kanada, Danmerkur og Noregs. Til Austurríkis og Ungverjalands var farið 1997 þar sem flutt var Sálumessa eftir Frans Liszt í fæðingarborg tónskáldins, Búdaprest sem og í Vínarborg. Í júlímánuði 2002 fór Stefnir til Llangollen í Wales þar sem kórinn tók þátt í kóramóti sem þar er haldið árlega. Í júní árið 2003 sótti karlakórinn frændur okkar Færeyinga heim og í maílok árið 2007 kórinn í ferð til St. Pétursborgar í Rússlandi þar sem tekið var þátt í norrænni tónlistarhátið en einnig var sungið í Helsinki í Finnlandi. Stefnir hefur alla tíð notið velvildar bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ, bæði hvað varar fjárhagslegan stuðning og aðstöðu til æfinga. Í júní árið 2000 hlaut karlakórinn Stefnir starfsstyrk til menningarmála árið 2000 og þar með sæmarheitið ,,Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2000.“